20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Góðverkavika í Akureyrarkirkju
Í síðustu viku var boðið upp á sumarnámskeið í Akureyrarkirkju fyrir krakka úr 5.-7.bekk, þ.e. fyrir krakka sem eru tíu til tólf ára. Námskeiðið nefndist Góðverkavika og eins og nafnið gefur til kynna var verið að vinna með ýmis góðverk. Námskeiðið fylltist og var góður hópur sem mætti í góðverkin að sögn aðstandenda námskeiðsins.
Meðal annars var farið í Lystigarðinn en þar fengu krakkarnir verkfæri í hendurnar og hreinsuðu stéttina fyrir framan garðinn. Einnig var unnið góðverk á Öldrunarheimili Akureyrar. Börnin fengu það verkefni að lesa upp fyrir fólkið og spila á spil. Vakti það mikla ánægju meðal íbúanna.
Þá bökuðu krakkarnir möffins kökkur og komu við á lögreglustöðin á Akureyri og gáfu starfsfólkinu möffins. Einnig héldu krakkarnir niður í miðbæ þar sem þau gáfu vegfarendum og einnig starfsfólki í búðum fallega skreytta miða, eða steina. „Þetta gladdi marga og fengu þau faðmlög og jákvætt viðmót í staðinn.“