Fresta opnun skíðasvæðis um viku í það minnsta

Gðmul mynd frá Hlíðarfjalli
Gðmul mynd frá Hlíðarfjalli

„Vonandi náum við að opna fyrir jól,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Til stóð að opna svæðið í gær, föstudag en þau áform  fuku út í veður og vind, líkt og snjórinn sem safnast hafði í fjallinu.

Miklar væntingar voru um opnun skíðasvæðisins enda kyngdi niður snjó um tíma og því nægt magn á svæðinu. Snjóframleiðsla gekk líka vel, en frost þar að vera að lágmarki um 4 gráður til að snjóframleiðsla sé möguleg.

Staðan snarversnaði eftir síðustu lægð með tilheyrandi vindi og hlýindum og má segja að allur snjór hafi horfið af svæðinu. „Það varð mikil breyting og ljóst að ekki verður hægt að opna svæðið alveg strax. Við frestum opnun um viku í það minnsta,“ segir Brynjar Helgi.

Sala á vetrarkortum er hafin og fer vel af stað. Yfirleitt kemur góður kippur í söluna þegar hillir undir opnun skíðasvæðisins.

Nýjast