Fjölbreytt dagskrá á Græna hattinum

KK verður á Græna hattinum á fimmtudagskvöldið kemur.
KK verður á Græna hattinum á fimmtudagskvöldið kemur.

KK hefur tónleikahelgina á Græna hattinum er hann stígur á svið annað kvöld, fimmtudaginn 4. október. Þar fer KK yfir ferilinn og segir sögur þess á milli. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00.

Á föstudagskvöldið 5. október halda Dúndurfréttir uppá það að í ár eru nákvæmlega 50 ára síðan Led Zeppelin kom fyrst fram á sjónarsviðið og heiðra þessa helstu rokkhljómsveit veraldarsögunnar á afmælinu. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.

Á laugardagskvöldinu 6. október verður nostalgían í fyrirrúmi þegar hljómsveitin Á móti sól með Magna Ásgeirssyni í fararbroddi stígur á stokk. Hljómsveitin mun spila öll sín vinsælustu lög auk nokkurra klassískra slagara sem eru í uppáhaldi hjá þeim. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00.

 

Nýjast