Fimm frá KA á Smáþjóðaleikana

Hulda Elma Eysteinsdóttir, sem hér stekkur kvenna hæst, er á meðal KA-manna sem leika á Smáþjóðaleik…
Hulda Elma Eysteinsdóttir, sem hér stekkur kvenna hæst, er á meðal KA-manna sem leika á Smáþjóðaleikunum. Mynd/Þórir Tryggvason.

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki munu taka þátt á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Svartfjallalandi í sumar. KA á alls fimm fulltrúa í liðunum, auk þess sem fyrrum leikmenn KA eru einnig áberandi í lokahópum landsliðanna, er fram kemur á vef KA.

Í kvennalandsliðinu eru Helena Kristín Gunnarsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Gígja Guðnadóttir fulltrúar KA auk þess sem Unnur Árnadóttir er í liðinu en hún leikur í Danmörku í dag.

Í karlalandsliðinu voru þeir Alexander Arnar Þórisson og Filip Pawel Szewczyk valdir úr KA liðinu auk þess sem fyrrum leikmenn KA þeir Ævarr Freyr Birgisson, Kristján Valdimarsson og Hafsteinn Valdimarsson eru í hópnum.

Nýjast