„Fannst gott að geta hjálpað fólki"

„Mér fannst gott að gefa af mér og helsti kosturinn við starfið var að fá tækifæri til þess. En auðv…
„Mér fannst gott að gefa af mér og helsti kosturinn við starfið var að fá tækifæri til þess. En auðvitað lenti maður í ýmsu þessi ár og það voru menn sem sátu andspænis mér og hótuðu að drepa mig," segir Ólafur Ásgeirsson sem er í ítarlegu viðtali í Vikudegi. Mynd/Þröstur Ernir

Ólafur Ásgeirsson starfaði sem lögreglumaður á Akureyri í hátt í hálfa öld en lét af störfum fyrir átta árum. Ólafur hefur haft nóg fyrir stafni eftir að hann hætti að vinna og lætur sér aldrei leiðast. Hann er annálaður bílaáhugamaður og grípur oft í prjónana fyrir framan sjónvarpið.

Vikudagur heimsótti Ólaf og spjallaði við hann um árin í löggunni, lífið eftir vinnuna, áhugamálin og fjölskylduna. Viðtalið má nálgast í prentúgáfu blaðsins.

Nýjast