Fagnaði 100 ára afmæli
Afmælisbarnið Unnur Jónsdóttir ásamt Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri. Mynd/Akureyri.is.
Unnur Jónsdóttir, íbúi á öldrunarheimilinu Hlíð, fagnaði 100 ára afmæli sínu á laugardaginn var. Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, heimsótti Unni á afmælisdaginn og færði henni blóm í tilefni dagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu bæjarins.
Þar segir að Unnur hafi fæðst í Norðurgötu 4 á Akureyri og hafi búið á Akureyri alla sína tíð. Unnur hefur á starfsaldri sínum sinnt ýmsum störfum, m.a. hjá fataverksmiðjunni Gefjun, Heklu, síldarvinnslu á Siglufirði og Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar. Unnur er ógift og barnlaus en hélt lengi vel heimili ásamt foreldrum sínum.