„Ég hef aldrei óttast álit almennings“

„Þarna fékk ég nóg af því lífi sem ég lifði og ákvað að snúa við blaðinu. Ég fann að ég var tilbúinn…
„Þarna fékk ég nóg af því lífi sem ég lifði og ákvað að snúa við blaðinu. Ég fann að ég var tilbúinn til þess að verða listamaður,“ segir Snorri þegar hann losnaði úr klóm fíkninnar. Mynd/Þröstur Ernir

Óhætt er að segja að listamaðurinn Snorri Ásmundsson fari sínar eigin leiðir í lífinu. Hann á það til að ganga fram af fólki með uppákomum sínum en lætur gagnrýnina ekki á sig fá. Snorri gekk í gegnum dimma dali í klóm Bakkusar í nokkur ár en segir listina hafa komið sér til bjargar. Vikudagur fékk sér kaffibolla með Snorra og spjallaði við hann um listina og lífið sjálft. 

Snorri fremur reglulega gjörninga en segir málverkin vera sinn gjaldmiðil. Hann er óneitanlega umdeildur listamaður og sennilega einn sá umdeildasti á landinu. Hann stuðar fólk oft með sínum uppákomum og ekki er langt síðan að hann olli usla meðal almennings með gjörningi í kirkjunni í Hrísey. Snorri hugsar þó lítið um álit annarra.

„Óttinn við álit annarra er sagt vera stærsta fangelsið á jörðinni í dag en ég er blessunarlega alveg laus við það fangelsi. Síðasta uppákoman hjá mér í Hrísey olli fjaðrafoki og ég fór að fá allskonar símtöl frá fólki sem hafði áhyggjur af mér og spurði hvort ég héldi að ég kæmist lifandi út úr þessu og hvaðeina. Ég vissi ekkert hvað það var að tala um og tengi ekki við þetta. Ég hef aldrei óttast álit almennings og verð að vera tilbúinn að mæta því. Oft er maður að fórna sér þegar maður fremur gjörninga.“

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Snorra sem nálgast má í heild í prentúgáfu Vikudags. 

 

Nýjast