Bjórbaðið hjá Kalda verður opnað 1. júní
Bjórbaðið sem Bruggverksmiðjan Kaldi hefur unnið að í vetur mun opna þann 1. júní næstkomandi. Um sérstaka bjór-heilsulind er að ræða þar sem einnig verða heitir pottar og hægt að fara í nudd. Búið er að reisa um 400 m timburhús á Árskógssandi í Eyjarfirði skammt frá bruggverksmiðjunni og verða alls sjö kör. Í körunum verður hefðbundinn bjór, auk þess sem honum verður blandað saman við saltvatn, humla og ger sem búið er að nota í bjórframleiðsluna.
Í Vikudegi sem kemur út á morgun, fimmtudag verður fjallað nánar um bjórböðin og rætt við Agnesi Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Kalda.