ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu

Þorsteinn Jakob Klemenson frumflytur verk sitt ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu á Listasafninu á Akureyri n.k. laugardag
Laugardaginn 5. apríl frumflytur Þorsteinn Jakob Klemenson verk sitt ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu. Það er haldið á Listasafninu á Akureyri kl. 15 og aftur kl. 16, en tónleikarnir eru kortérslangir. Þeir henta öllum áheyrendum á öllum aldri og aðgangur er ókeypis. Þá er tilvalið að skoða sýningar safnsins í leiðinni.
Í verkinu leitar Þorsteinn að tengslum þess mannlega og tölvugerða. Á meðan hann spinnur rafgítarverk mun tölva teikna upp tónlistina á myndrænan hátt og sameina mannlega sköpun við tölvustýrða óreiðu. Góð laugardagsstund framundan á Listasafninu okkar!