20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Akureyringar fjölmenntu á vinabæjarmót í Noregi
Í síðustu viku hélt hópur frá Akureyri á Novu vinarbæjarmót í Ålasund í Noregi. Pólitíkusar, starfsmenn og ungmenni frá Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi, Västerås í Svíþjóð, Alesund og Akureyri hittust þar til þess að styrkja böndin, bera saman bækur og læra hvert af öðru. Mótin eiga sér langa sögu en Akureyrarbær gerðist vinabær Ålesunds árið 1947 og gekk þar með inn í keðjuna.
Þema ársins í ár var tengt fjórtánda markmiði Sameinuðu þjóðanna „Líf í vatni” en heimurinn stendur frammi fyrir vistfræðilegum áskorunum í sjónum vegna hlýnunar jarðar, plastúrgangi og öðrum mengungarþáttum.
Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var ein af þeim sem fór á mótið og ræddi við Vikudag um upplifunina. Hægt er að gerast áskrifandi af net-eða prentútgáfu blaðsins með því að smella hér.