20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Á krossgötum og kveður Eyjafjarðarsveit
„Ég kveð Eyjafjarðarsveit með miklum söknuði. Hér hef ég átt yndislegan tíma með frábæru fólki,“ segir Hannes Örn Blandon. Mynd/Skapti Hallgrímsson.
Séra Hannes Örn Blandon stendur á tímamótum en hann hætti störfum sem sóknarprestur í Eyjafjarðarsveit þann 1. febrúar sl. en þar hefur hann starfað frá árinu 1986. Hannes hefur þjónað sem prestur í hátt í 40 ár en kvíðir ekki ævidögunum að loknum starfsferli. Vikudagur sló á þráðinn út í sveitina og spjallaði við Hannes en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.