250 tónlistarnemendur á landsmóti á Akureyri

Búast við miklu mannlífi á Akureyri nú um helgina vegna landsmóts skólalúðrasveita.
Búast við miklu mannlífi á Akureyri nú um helgina vegna landsmóts skólalúðrasveita.

Um helgina, dagana 12. – 14. október heldur SÍSL (Samband Íslenskra Skólalúðrasveita) landsmót fyrir elstu nemendur sína, á Akureyri. Mótið er frábrugðið landsmótum yngri sveita þar sem nú er í boði fyrir krakkana að sækja sér ýmis námskeið eða smiðjur, allt frá ukulele námskeiði til stórrar blásarasveitar. 

250 tónlistarnemendur alls staðar að af landinu (á aldrinum 12-18 ára) eru skráðir til leiks og er því búist við miklu mannlífi á Akureyri nú um helgina. Í kvöld, laugardag, verður m.a. skemmtun þar sem Hundur í óskilum og fleiri koma fram.

Landsmótinu lýkur á morgun, sunnudaginn 14. október klukkan 13:00 með uppskerutónleikum í Hamraborg í Hofi þar sem flutt verða atriði úr einhverjum af þeim námskeiðum sem fara fram þessa helgi. Allir eru velkomnir á tónleikana og enginn aðgangseyrir.

Nýjast