13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
„Seinnipartur sumars skemmtilegur tími til matargerðar“
Guðrún Ágústa Ágústsdóttir (Gunna), matartæknir, og Garðar Hólm Stefánsson, matreiðslumeistari hafa umsjón með matarhorninu þessa vikuna. Gunna er fædd í Reykjavík en flutti sem barn í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit, þar sem hún ólst upp. Garðar er fæddur og uppalinn á Akureyri. „Við hjónin höfum búið á Akureyri alla okkar búskapartíð. Við eigun þrjár dætur, allar vel giftar, og fjögur barnabörn. Við vinnum bæði í mötuneyti heimavistar MA/VMA og höfum gert í mörg ár. Seinnipartur sumars finnst okkur skemmtilegur tími til matargerðar því þá er svo mikið úrval af nýju íslensku grænmeti sem við notum mikið á okkar heimili. Eplakakan er einföld og í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Hún er oft höfð í matarboðum hjá okkur. Einnig eru ýmiskonar grænmetis- eða vegan réttir vinsælir á okkar borðum,“ segja þau hjónin.