13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Norðlendingur vikunnar: Séra Sólveig Halla
Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir er Norðlendingur vikunnar en hún var í haust fastráðin sóknarprestur í Húsavíkur-prestakalli en hafði þá gegnt embættinu í afleysingum í eitt ár. Hún er fædd 14. desember 1977 og ólst upp í Lönguhlíð í Hörgárdal. Sr. Sólveig Halla lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1997 og mag.theol. prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands 2004 og hóf störf hjá Akureyrarkirkju um sumarið sama ár þar sem hún sinnti æskulýðsmálum. Hún var svo vígð sem safnaðar- og skólaprestur við Akureyrarkirkju hinn 18. september 2005 og sagði því starfi svo lausu fimm árum síðar. Þá flutti hún ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Páli Tryggvasyni, og nýfæddri dóttur, að Þverá í Reykjahverfi Þingeyjarsýslu þar sem þau hófu fjárbúskap. Sólveig Halla segist ekki hafa mikið svigrúm í dag fyrir sérstök áhugamál vegna anna en segist hina fullkomnu helgi vera samvera með fólkinu sínu í sumarhúsi fjölskyldunar. „Utan vinnu er best í heimi að njóta samverunnar með fjölskyldu, stórfjölskyldu og vinum, lesa góðar bækur, skáldsögur eða um andleg/trúarleg málefni eða tengt fjölskyldufræðum. Góður göngutúr er líka frábær andleg hleðsla en telst tæplega áhugamál....