Íþróttin er að lognast út af

Viktor Orri Ingason, Alfreð Birgisson, Viktoría Fönn Guðmundsdóttir og Rakel Arnþórsdóttir við æfing…
Viktor Orri Ingason, Alfreð Birgisson, Viktoría Fönn Guðmundsdóttir og Rakel Arnþórsdóttir við æfingar í kjallara Íþróttahallarinnar, í aðstöðu Skotfélagsins. Þarf komast fjórir að í einu og félagið hefur einungis til afnota 2 tíma síðdegis á virkum dögum. Bágborið ástand í húsnæðismálum er að ganga að bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs dauðri. Mynd/MÞÞ

  • Bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs býr við bágborna æfingastöðu
  • Einungis hægt að halda úti lágmarksstarfi fyrir afreksfólk og nýliðar komast ekki að

„Þetta er deyjandi íþrótt hér í bænum, því miður höfum við enga aðra möguleika núna en að halda úti lágmarksstarfi fyrir okkar afreksfólk. Engir aðrir komast að, en við finnum fyrir miklum áhuga og marga langar að prófa, en aðstaða sem við höfum nú leyfir það því miður ekki,“ segir Alfreð Birgisson í bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs á Akureyri.  Félagið hefur nú til umráða 4 brautir í aðstöðu Skotfélagsins í kjallara Íþróttahallarinnar og einungis í tvo tíma í senn seinni part virkra daga.  Bogfimi hefur verið stunduð innan Akurs í einhverjum mæli allt frá stofnun félagsins.

Alfreð segir að árangur og ástundun hafi um tíðina verið mismikil, hún hafi ekki síst staðið og fallið með því hve góðar aðstæður hægt er að bjóða upp á við æfingar. Greinin sé þess eðlis að hún eigi erfitt uppdráttar í venjulegum íþróttasal, nema með fylgi aðstaða til að geyma búnað. Þannig hafði Akur aðstöðu í íþróttahúsi Glerárskóla til að byrja með og með í kaupunum fylgdi geymslurými fyrir boga og búnað.

Hrun í fjölda iðkenda

Félagið fékk  snemma árs 2018 til afnota húsnæði í Austursíðu, þar sem nú er Norðurtorg og hentaði að einkar vel til bogfimiiðkunar. Afnotin fékk félagið gegn vægu afnotagjaldi, bærinn greidd einnig félagið 600 þúsund krónur á ári í styrki sem fóru upp í kostnað við leiguna. „Það var eins og við manninn mælt, um leið og við gátum boðið upp á góða aðstöðu fór starfið að eflast og dafna,“ segir Alfreð. „Það var mikill metnaður lagður í það að hálfu stjórnar og þjálfara að byggja greinina upp og þegar mest var veturinn 2019 til 2020 voru á milli 70 og 80 virkir iðkendur að æfa með félaginu. Árangur lét ekki á sér standa, innan félagsins kom upp hver afreksíþróttamaðurinn á fætur öðrum sem unnið hafa til fjölda verðlauna bæði á mótum hér innanlands og utan.“ Fjöldi iðkenda nú er á bilinu 10 til 12 manns.

Félagið missti aðstöðu sína í Austursíðu, það varð ljóst strax haustið 2019 að ekki yrði þar um framtíðaraðstöðu að ræða. Alfreð segir að þá strax hafi fulltrúar frá Akureyrarbæ og Íþróttabandalagi Akureyrar, ÍBA verið upplýstir um þá stöðu sem við blasti. Málinu var vísað til frístundaráðs og leit hafin að hentugu húsnæði og hefur sú leit staðið yfir svo til óslitið síðan en án árangurs. Það sem í boði var reyndist félaginu ofviða, enda félagið ekki með mikið fé til að greiða leigu. Bærinn hefði því þurft að leggja fram myndarlega rekstrarstyrki eða þá að finna aðrar leiðir til að fjármagn leigu á æfingahúsnæði.  

Gremjulegt að þurfa að vísa áhugasömum nýliðum frá

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast