13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Matarhornið: Bollur af ýmsum gerðum og heimafengið hráefni
„Við erum Guðmundur Örn Ólafsson fæddur Suðurnesjamaður og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir Sunnlendingur undan Eyjafjöllum en búum í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Unnum við bæði við gerð Vaðlaheiðarganga og síðan við Kröflulínu á Möðrudalsöræfum, ég sem verkstjóri og Sigurlaug í eldhúsinu,“ segja þau hjónin sem hafa umsjón með matarhorni vikunnar. „Þar sem við búum við matarkistuna Eyjafjörð og eigum bát, erum við dugleg að nota heimafengið hráefni; fisk sem við veiðum sjálf, ýmsa villibráð og verslum helst beint frá býli hér í sveitinni allt sem við getum. Við erum dugleg á haustin að vinna mat í kistuna fyrir veturinn, við eigum níu börn og barnabörnum fjölgar og oft gestkvæmt hjá okkur. Við ætlum að leggja til þessar eftirfarandir uppskriftir og eru það bollur af ýmsum gerðum.“