Áhyggjumál að störf séu að hverfa frá Akureyri

Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri.
Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri.

Á bæjarstjórnarfundi Akureyrarbæjar í síðustu viku voru umræður um atvinnumál í bæjarfélaginu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst yfir áhyggjum af þeim störfum sem eru að hverfa úr bænum og nefna t.d lokun Kexsmiðjunnar og Kristjánsbakarís. Þá hafa einnig verið flutt störf suður frá KEA hótelum og Þjóðskrá. „Vissulega hefur maður áhyggjur af atvinnumálum bæði vegna áhrifa af Covid og þegar maður sér stór fyrirtæki flytjast héðan á höfðuborgarsvæðið,“ segir Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vikublaðið. Hún segir mikilvægt að þegar fyrirtæki flytji héðan eða leggjist af að skoða hvort það sé eitthvað sem bæjaryfirvöld hefðu getað unnið að til þess að halda þessum fyrirtækjum.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast