Slagur um bæinn í KA-heimilinu í kvöld
10. september, 2018 - 15:09
Íþróttir
Grannaliðin KA og Akureyri mætast í kvöld í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Leikið verður í KA-heimilinu og hefst leikurinn kl. 19:00. Akureyri mætir til leiks á ný í efstu deild eftir eins árs fjarveru en KA hefur ekki leikið í úrvalsdeildinni síðan veturinn 2005-2006.
Nýjast
-
Nautgriparæktarverðlaun BSE afhent Góður árangur á Stóra-Dunghaga
- 04.04
Ábúendur í Stóra-Dunhaga fá nautgriparæktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2024 fyrir frábæran myndarbúskap og öflugt ræktunarstarf. Verðlaunin voru afhent á aðalfundi BSE. -
Glugginn í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi í apríl
- 04.04
Í tilefni af barnamenningarhátíð Akureyrar er GLUGGINN í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi út apríl. Leikföng, sum frá fyrri tíð og ýmis hugðarefni barna og unglinga prýða gluggann í alls konar sviðsmyndum. Gluggasýningin er ætluð til að vekja forvitni, gleði og skapa skemmtilegan áfangastað í gönguferðum. Sýningin hentar öllum aldurshópum. -
Norlandair flýgur til Hornafjarðar út ágúst
- 04.04
Vegagerðin hefur fyrir hönd ríkisins samið við flugfélagið Norlandair um að fljúga tíu flugferðir á viku milli Hornafjarðar og Reykjavíkur á tímabilinu 1. apríl til 31. ágúst. -
Svifryk spillir loftgæðum
- 04.04
Svifryk hefur mikil áhrif á loftgæði á Akureyri í þessari stillu sem nú er, á heimasíðu bæjarins er varað við þessu ástandi. -
„Við höfum séð fólk blómstra – ekki bara í starfi, heldur sem einstaklingar“
- 04.04
„Við hófum samstarf við Símenntun Háskólans á Akureyri haustið 2011, þegar fyrsti hópurinn hóf nám í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, eða VOGL eins og það er stundum kallað. Þetta voru 18 einstaklingar, allir af Norðausturlandi – frá Akureyri, Egilsstöðum, Fjarðarbyggð, Húsavík og Tröllaskaga. Frábær hópur sem lagði grunn að því sem við höfum byggt upp síðan,“ segir Helgi Þór Ingason, prófessor við HR. Ásamt félaga sínum Hauki Inga Jónassyni leiðir hann VOGL námið hjá Símenntun HA. -
Skíðalandsmót Íslands í skíðagöngu Hlíðarfjalli við Akureyri 4.-6. apríl
- 03.04
Dagana 4.-6. apríl mun allt fremsta skíðagöngufólk landsins koma sama í Hlíðarfjalli við Akureyri og etja kappi á Skíðalandsmóti Íslands í skíðagöngu. Mótið er haldið af Skíðafélagi Akureyrar en er einnig alþjóðlegt skíðagöngumót FIS (Alþjóða skíðasambandið). -
Óánægja í Hrísey með verðhækkun í ferjuna
- 03.04
„Það er í raun verið að takmarka möguleika á ferðum bæði til og frá Hrísey yfir vetrartímann, sem takmarkar möguleika á að sækja viðburði, kvöldnámskeið og heimsóknir til ættingja og vina sem búa í fjarlægð frá Eyjafjarðasvæðinu,“ segir Ásrún Ýr Gestsdóttir í Hrísey. Íbúar í eynni vöktu á því athygli að Almannasamgöngur sem sjá um rekstur Hríseyjarferjunnar Sæfara fyrir Vegagerðina hækka verðskrá sína 1. maí næstkomandi. -
Andlega hliðin í stóru hlutverki á Listasafninu
- 03.04
Listasafnið á Akureyri er að venju þátttakandi í Barnamenningarhátíðinni og býður m.a. annars upp á núvitundar- og jógaviðburði fyrir börn og fjölskyldur undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu. -
Húsavík - Öflugur breiður baráttuhópur fyrir áframhaldandi flugi
- 03.04
„Við erum með mjög öflugan baráttuhóp sem vinnur af krafti að því að tryggja flugsamgöngur tinn inn á svæðið,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar. Hann segir mikið í húfi og fjölmargir aðilar úr atvinnulífinu, ferðaþjónustunni og heilbrigðiskerfinu hafi gengið til liðs við hópinn.