KA slítur samstarfinu við Þór í handbolta

Sverre Jakobsson þjálfari Akureyrar Handboltafélags. Það félag heyrir nú líklega sögunni til. Mynd/S…
Sverre Jakobsson þjálfari Akureyrar Handboltafélags. Það félag heyrir nú líklega sögunni til. Mynd/Sævar Geir

For­ráðamenn KA til­kynntu koll­eg­um sín­um hjá Þór það í gær­kvöld að ákveðið hefði verið að slíta sam­starfi fé­lag­anna í meist­ara­flokki karla í hand­bolta. Þetta hef­ur Morg­un­blaðið eft­ir heim­ild­um.

Fé­lög­in hafa frá ár­inu 2006 teflt sam­an fram liði und­ir merkj­um Ak­ur­eyr­ar Hand­bolta­fé­lags en nú er ljóst að KA verður með lið í 1. deild á næstu leiktíð. Óljóst er hvort þar verður einnig lið með nafni Þórs eða Ak­ur­eyr­ar Hand­bolta­fé­lags, en vilji Þórsara var til þess að halda sam­starf­inu áfram.

Ekki er held­ur ljóst hvort fé­lög­in verða áfram með sam­eig­in­legt lið í hand­bolta kvenna, segir á mbl.is.

Nýjast