Akureyri með öruggan sigur á Val
Akureyri og Valur mættust í fyrsta leik ársins í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Þetta var hörkuleikur þar sem hart var barist. Akureyringar höfðu betur að lokum og unnu góðan sex marka sigur, 27-21. Áhætt er að segja að öflugur varnarleikur hafi lagt grunninn að sigrinum en Róbert Sigurðsson fór hreinlega á kostum í vörn Akureyringa. Hann skoraði líka stórglæsilegt mark úr aukakasti eftir að leiktími fyrri hálfleiks var liðinn og tryggði þar með heimamönnum forystu í leikhléi, 13-12.
Bervin Þór Gíslason kom sterkur inn í lið Akureyrar eftir langa fjarveru vegna meiðsla og þá var Sverre Jakobsson, þjálfari liðsins kominn á leikmannalistann. Hann sat þó allan tímann á bekknum.
Akureyringar gáfu heldur í, í síðari hálfleik, náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og héldu henni allt til loka leiks. Lokatölur sem fyrr segir, 27-21 fyrir Akureyri.
Markahæstur heimamanna var Kristján Orri Jóhannsson með 7 mörk. Mindaugas Dumcius og maður leiksins, Róbert Sigurðsson voru með fjögur mörk hver. Þá var markvarslan afar traust einnig hjá Akureyringum. Arnar Þór Fylkisson varði 9 skot og Tomas Olason 6.