Búfesti afhenti fyrstu íbúðina í Grundargarði

Guðrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri hjá Búfesta, Hermann Ágúst Jóhannsson, Olga Valdimarsdóttir o…
Guðrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri hjá Búfesta, Hermann Ágúst Jóhannsson, Olga Valdimarsdóttir og Eiríkur H. Hauksson framkvæmdastjóri Búfesta við afhendinguna í dag.

Olga Valdimarsdóttir og Hermann Ágúst Jónasson tóku við lyklum að fyrstu íbúðinni í nýju raðhúsi í Grundargarði á Húsavík um klukkan 13 í dag.

Um tvö raðhús er að ræða hvort um sig með sex íbúðum. Bygging raðhúsanna var þróunarverkefni Íbúðalánasjóðs og Norðurþings en sveitarfélagið var eitt þeirra sem fékk styrk úr sjóðnum til verkefnisins.  Búfesti hsf. gerðist aðili að verkefninu og  FaktaBygg ehf. var aðalverktaki verkefnisins þar til samningum var rift fyrr í þessum mánuði. Húsin eru  einingahús sem smíðuð voru á verkstæði Faktabygg AS. í Noregi og voru einingarnar fluttar til Húsavíkur þar sem þær voru settar saman.

Fimm íbúðir til viðbótar verða afhentar í næstu viku en síðara raðhúsið sem stendur við Ásgarðsveg verður afhent í október. 

Nýju íbúarnir í Grundargarði voru hæst ánægðir með nýju íbúðina og hófust handa við að flytja inn strax að lokinni afhendingu.

 

Nýjast