Vill enda ferilinn hjá Þór

Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Skapti Hallgrímsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Skapti Hallgrímsson.

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur búið á Bretlandi undanfarin sex ár en hann leikur sem kunnugt er með Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni. Aron er einnig fyrirliði íslenska knattspyrnuliðsins sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með frábærum árangri í undankeppni HM. Vikudagur sló á þráðinn til Arons og ræddi við hann um HM-drauminn og lífið úti í Bretlandi.

-Hvernig líkar þér lífið í Wales?

„Mér líður afskaplega vel hérna og er búinn að koma mér vel fyrir.  Ég er samt mikill Akureyringur í mér og sakna alltaf heimaslóðana,“ segir Aron, sem vill gjarnan enda knattspyrnuferlilinn með sínu gamla félagi, Þór á Akureyri.

throstur@vikudagur.is

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Aron sem finna má í prentútgáfu Vikudags

Nýjast