Vilja Kjalveg aftur á dagskrá
Við erum að undirbúa kynningarfund á Akureyri, þar sem Norðlendingar verða hvattir til þátttöku í undirbúningi að lagningu nýs vegar um Kjöl, segir Njáll Trausti Friðbertsson varabæjarfulltrúi á Akureyri. Hann segir að Sunnlendingar séu mjög áhugasamir um að kanna þennan möguleika til fullnustu. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir Norðlendinga og þess vegna ætlum við að boða til opins kynningarfundar á næstunni hérna fyrir norðan.
Einkaframkvæmd
Ég er viss um að fjárfestar koma til með að líta á þetta sem áhugavert og arðsamt verkefni. Við eigum hiklaust að taka nýjan Kjalveg aftur á dagskrá og kanna málið til hlítar.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags