13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Vilja fleiri stöðugildi hjá lögreglunni
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun dómsmálaráðherra að loka fangelsinu á Akureyri. Fram kemur í bókun bæjarstjórnar að fjölgun um fjögur stöðugildi í lögreglunni nú í kjölfar lokunarinnar sé í raun lágmarksviðbragð til þess að gera lögreglunni kleift að sinna hlutverki sínu.
Fram hefur komið í samtölum við lögregluna á Norðurlandi eystra að bæta þurfi við minnst sex stöðugildum til að efla löggæsluna í kjölfar lokunarinnar. „Hvetur bæjarstjórn dómsmálaráðherra til að bregðast við og bæta minnst 6 stöðugildum við embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra.“