13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Vilja byggja 16 íbúða fjölbýlishús við Norðurgötu
Trésmiðja Ásgríms Magnússonar ehf. hefur keypt lóðina nr. 3 í Norðurgötu. Húsið á lóðinni eyðilagðist í eldsvoða í nóvember 2019.
Trésmiðja Ásgríms hefur nú sótt um lóðir númer 5 og 7 við Norðurgötu og hefur óskað eftir því við skipulagsráð að lóðirnar þrjár, 3 – 5 og 7 verði sameinaðir í eina ásamt lóð vestan við þessar lóðir. Hugmyndin er að byggja tveggja hæða fjölbýli með háu risi/kvistum ásamt bílakjallara á lóðinni. Sent hefur verið inn erindi um að í kjölfar þess að lóðir verði sameinaðar verði unnið að breytingu á deiliskipulagi sem fæli í sér heimild til að byggja allt að 16 íbúða fjölbýlishús á lóðunum.
Auglýsa þarf lóðina með formlegum hætti áður en henni verður úthlutað, en skipulagsráð segir ennfremur í bókun að forsenda þess að lóðin verði auglýst sé að spennistöð sem á henni er verði flutt. Var sviðsstjóra falið að óska eftir því við stjórn Norðurorku að spennistöðinni verði fundin nýr staður.
Hugmyndir sem viðraðar hafa verið um 16 íbúða hús á lóðunum við Norðurgötu 3 til 7 eru að alls verði 8 2ja herberga íbúðir í húsinu, 4 3ja herberga og 4 4ja herberga. Í bílageymslu yrðu allt að 20 bílastæði.