Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Ragnar Hólm Ragnarsson sem starfar sem kynningar- og upplýsingafulltrúi Akureyrarbæjar á daginn en er myndlistarmaður á kvöldin. Hann horfir nánast aldrei á sjónvarp, ver tíma sínum frekar í listsköpun og segir fátt jafnast á við það að sjá gott verk fæðast. Hann hefur ferðast víða einsamall á síðustu árum og fann ástina að nýju í Madríd á Spáni. Vikudagur settist niður með Ragnari og spjallaði við hann listina, ástina, föðurhlutverkið og lífið.
- Framkvæmdir hafa staðið yfir í Göngugötunni á Akureyri undanfarna daga en þar er verið að koma fyrir rafstýrðum umferðarpollum til að loka götunni yfir sumartímann.
- Áætlað er að framkvæmdir við endurbætur á Sundlaug Akureyrar muni ljúka í nóvember. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis-og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar, segir verkið hafa gengið hægar en áætlað var vegna sumarfría.
- Bragi Þór Hinriksson leikstjóri þáttanna Loforð sem sýndir eru á Rúv á sunnudagskvöldum er í nærmynd.
-Birna Ósk Gunnarsdóttir sér um matarkrók vikunnar og er þemað matur hins fátæka námsmanns.
-Sportið er á sínum stað þar sem fjalla er um handboltann sem byrjaður er að rúlla og fótbolta og íshokkí.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.