Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal Bryndísi Rún Hansen sem hefur verið ein fremsta sundkona landsins um árabil og er margfaldur Íslandsmeistari og methafi. Hún hefur fjórum sinnum verið valin íþróttamaður Akureyrar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún ferðast víða um heiminn en hún flutti að heiman aðeins 17 ára. Hún er nú búsett á Hawai'i ásamt kærasta sínum þar sem hún stundar nám og æfir sund af kappi en hún stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020.
-Vikudagur heyrði hljóðið í oddvitum stjórnmálaflokkana á Akureyri um komandi sveitastjórnarkosningar og hvort þeir hyggist halda áfram.
-Fitnessfrömuðurinn og bíóstjórinn Jóhann V. Norðfjörð sér um matarkrók vikunnar og gerir það á skemmtilegan hátt.
-Stefán Árnason, þjálfari karlaliðs KA í handknattleik, er í nærmynd í blaðinu og svarar spurningum um lífið og tilveruna.
-Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt tillögur Velferðarráðs um hækkun á leiguverði í leiguíbúðum Akureyrarbæjar og tekur hækkunin taki gildi frá og með 1. janúar 2018.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.