Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Arnar Má Arngrímsson rithöfund og kennara sem vinnur nú að framhaldi verðlaunabókarinnar Sölvasögu unglings. Arnar stendur á ákveðnum tímamótum þar sem hann hyggst einbeita sér ennfrekar að ritstörfum. Hann hefur sterkar skoðanir á samfélaginu, neysluhyggjunni og uppeldi barna og segir ýmislegt mega betur fara í þeim efnum. Vikudagur fékk sér kaffibolla með Arnari og ræddi við hann um lífið og tilveruna.
-Akureyrarhöfn er tilnefnd sem Port of the year eða Höfn ársins af Seatrade Cruise Award 2017. Akureyrarhöfn er komin í þriggja hafna úrtak ásamt Port of Olden-Nordfjord í Noregi og BVI Ports Authority í Bretlandi. Valið fer fram þann 6. september nk. en það þykir mikill heiður að fá tilnefningu frá Seatrade Cruise Award.
-Menningarhátíðin Akureyrarvaka fer fram um helgina dagana 25.- 26. ágúst og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Almar Alfreðsson vöruhönnuður er annar verkefnisstjóra Akureyrarvöku og hefur hann haft í nógu að snúast undanfarna daga. Vikudagur ræddi við Almar um hátíðina.
-Til stendur að breyta akstri Strætisvagna Akureyrar (SVA) í nýju leiðarkerfi en m.a. á að auka akstur á kvöldin og um helgar. Í sumar barst Akureyrarbæ undirskriftalisti með nöfnum 42 einstaklinga þar sem skorað var á bæjaryfirvöld að lagfæra kvöld-og helgarakstur.
-Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir rekstrarstjóri Bjórbaðanna á Árskógsströnd er í nærmynd í blaðinu og svara spurningum um lífið og tilveruna.
-Sportið er á sínum stað þar sem fótboltinn er fyrirferðarmikill.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.