Vikudagur kemur út í dag

 

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a fjallað ítarlega um stöðuna á fíkniefnaneyslu á Akureyri. Vikudagur kannaði ástandið í bænum varðandi fíkniefnanotkun og ræddi við lögreglu, fulltrúa foreldrasamtaka, forvarnarfulltrúa bæjarins og fyrrum fíkniefnaneytanda.

-Stærstu Bíladagar á Akureyri frá upphafi eru framundan en hátíðin byrjar á laugardaginn kemur og stendur yfir í viku. Formaður Bílaklúbbs Akureyrar segir viðmót bæjarbúa í garð Bíladaga hafa batnað.

-Akureyrarbær hefur ákveðið að 5 ára leikskóladeild verði starfrækt í húsnæði Glerárskóla næsta skólaár. Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri á Akureyri segir þetta stefnubreytingu í skólamálum á Akureyri og ekki hafið verið valkostur að fresta lokunum á leikskólum.

-Oddur Helgi Halldórsson, eigandi Blikkrás og fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri, segir frá degi í sínu lífi og starfi og knattspyrnukonan Lillý Rut Hlynsdóttir er í nærmynd.

-Farið er að skýrast hvaða tónlistarmenn troða upp á Akureyri á Airwaves-hátíðinni og ljóst að norðanmenn fá mikið fyrir sinn snúð.

-Sportið er á sínum stað þar sem fótbolti og Smáþjóðaleikarnir eru í fyrirrúmi.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast