Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Pétur Guðjónssson athafnamann sem hefur yfirleitt margt á prjónunum sem tengist listsköpun á einn eða annan hátt. Hann hefur komið að ótal uppákomum og hátíðum á Akureyri og hefur auk þess starfað um árabil sem fjölmiðlamaður. Undanfarin ár hefur leiklist og tónlist átt hug Péturs og segir hann það vera sitt helsta áhugamál. Vikudagur spjallaði við Pétur um sköpunargleðina, pönkið á unglingsárunum, vinnuna með unga fólkinu sem hann segir hafa gefið sér mikið og áhrifamikinn tíma á Laugalandi. 

-Kostnaðarsamt og flókið getur verið að bjóða upp á strætóferðir til og frá Akureyrarflugvelli að mati bæjarfulltrúa sem Vikudagur ræddi við. Þó sé vert að skoða alla möguleika. Eins og greint var frá á vefsíðu Vikudags fyrr í vikunni hefur Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands ritað bréf til bæjaryfirvalda á Akureyri þar sem hann fyrir hönd Flugfélagsins hvetur bæinn til að bjóða upp á strætóferðir til og frá Akureyrarflugvelli.

-Fjórtán íbúar í Hrísey munu flytja brott af eynni í sumar, þar af sjö börn. Í þessum hópi eru tveir kennarar. Linda María Ásgeirsdóttir, íbúi í Hrísey, segir þetta högg fyrir samfélagið en íbúafjöldinn í Hrísey var 155 um áramótin.

-Bergur Þorri Benjamínsson er í nærmynd, matarkrókurinn á sínum stað og Túfa þjálfari knattspyrnuliðs KA segir frá degi í sínum lífi og starfi.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast