Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Eftir fimmtán ár í starfi fræðslustjóra ákvað Gunnar Gíslason að söðla um og hella sér í bæjarmálin á Akureyri. Hann situr sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn og segir það sem af er kjörtímabili hafa verið lærdómsríkt. Hann er ákveðinn í halda áfram á pólitískum vettvangi og vill fá pólitískan bæjarstjóra. Sjálfur ætlar hann að gefa kost á sér sem slíkan. Vikudagur heimsótti Gunnar og spjallaði við hann bæjarmálin, fjölskylduna, daginn og veginn.

- Margeir Dire myndlistarmaður á Akureyri er maðurinn á bak við vegglistarverkið í Vaðlaheiðargöngum sem var sérstaklega málað fyrir síðustu sprenginguna þegar gegnumslag var í síðustu viku. Verkið vakti mikla athygli, enda stórglæsilegt og mikilfenglegt. Margeir segir verkið hafa verið mikla áskorun.

-Fótboltasumarið á Akureyri byrjar með látum og er ítarlega umfjöllun um knattspyrnu á íþróttasíðum blaðsins.

-Hallgrímur Friðrik Sigurðarson veitingamaður segir frá degi í sínu lífi og starfi, matarkrókurinn er á sínum stað og Ágúst Þór Árnason skrifar um 100 ár afmæli LA.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 

Nýjast