20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Ásgeir Ólafsson, þjálfari og metsöluhöfundur, var einstæður faðir í mörg ár og háði stríð við kerfið sem tók mikinn toll af honum. Ásgeir er í opnuviðtali ræðir á einlægan hátt um baráttuna við kerfið, ástina sem blossaði upp í vinnunni, metsölubókina og margt fleira
-Framkvæmdastjóri Kirkjugarðar Akureyrar vill nýjan kirkjugarð í Naustaborgum en plássið í Naustahöfða minnkar hratt.
-Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli liggur á bæn um frosthörku en stefnt er að opnun í Hlíðarfjalli þann 1. desember.
-Aldrei hafa fleiri kennaranemar verið í Háskólanum á Akureyri. Formaður kennaradeildar HA segir tölur í fjölmiðlum villandi.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is