Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 20. febrúar og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Jakob Jóns­son viskí­s­ér­fræðing­ur hefur búið í London undanfarin tólf ár þar sem hann starfar sem annar tveggja verslunarstjóra í Lundúnaútibúi skosku viskíverslunarinnar Royal Mile Whiskies og heldur reglulega viskínámskeið. Vikudagur ræddi við Jakob, eða Kobba Maiden eins og margir kalla hann, um lífið í London, viskíáhugann og einskæran aðdáun hans á Iron Maiden.

-Atvinnuleysi á Akureyri heldur áfram að aukast samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Skráð atvinnuleysi á landinu öllu í janúar mældist 4,8% og jókst um 0,5 prósentustig frá desember.

-Halla Sif Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna og kemur með girnilegar uppskriftir.

-Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu, skrifar svarbréf vegna opins bréfs Einars Brynjólfssonar í síðasta blaði.

-Einar Hafliðason heldur um áskorendapennan þessa vikuna og kemur með áhugaverðan pistil.

-Íbúafundur fyrir íbúa Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri var haldinn í Glerárskóla í vikunni en fundinn sóttu 24 íbúar. Umræðuefnið var slysahætta á þjóðvegi 1 um Högárbraut. Tíð slys hafa verið á fólki á götunni undanfarin ár og var nýlega keyrt á 7 ára stúlku á Hörgárbraut. Á fundinum var birt ályktun þar sem krafist er tafarlausra aðgerða af hálfu bæjaryfirvalda á Akureyri.

-Grenndargralið er á sínum stað og komið að fjórða hluta en Brynjar Karl Óttarsson hefur umsjón með dálkinum.

-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Hamarstíg 12.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 

Nýjast