Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Aldís Kara Bergsdóttir, listhlaupakona frá Skautafélagi Akureyrar, var kjörin íþróttakona Akureyrar 2019 í síðustu viku. Aldís er á fyrsta ári í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hún stundar nám meðfram íþróttinni. Vikudagur fékk Aldísi í spjall og forvitnaðist um íþróttakonuna ungu og efnilegu.
- KEA hefur skilað lóðinni við Hafnarstræti 80 á Akureyri til bæjaryfirvalda og því verður ekki af byggingu hótels á lóðinni af hálfu félagsins. KEA hefur undanfarin ár áformað að reisa og leigja 150 herbergja hótel við Hafnarstræti 80 eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð.
-Hörður Finnbogason heldur um áskorendapennan þessa vikuna.
-Stefán Freyr Jóhannsson hefur umsjón með matarhorninu í blaði vikunnar og kemur með áhugaverðar uppskriftir.
-Þann 12. janúar sl. var eitt ár liðið síðan Vaðlaheiðargöng voru formlega opnuð fyrir umferð. Vaðlaheiðargöng höfðu verið opnuð fyrir umferð síðdegis 21. desember 2018 og var gjaldfrítt í göngin fyrstu daganna en gjaldtaka hófst formlega 2. janúar 2019. Vikudagur ræddi við Valgeir Bergmann framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga um fyrstra rekstrarárið.
-Formaður Einingar–Iðju og forseti bæjarstjórnar á Akureyri hafa undanfarið deilt um fasteignagjöld, hækkun þeirra og áhrif hér á síðum blaðsins. Í blaði vikunnar blandar Drífa Snædal forseti ASÍ sér í umræðuna og skrifar grein um hækkun fasteignagjalda á Akureyri.
-Grenndargralið er nýr dálkur í blaðinu í umsjón Brynjars Karls Óttarssonar og segir hann frá áhugaverðri sögu í dálkinum næstu vikurnar.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is