Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 17. október og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

- Uppbygging á Akureyrarflugvelli sem millilandaflugvöllur er alfarið á sviði ríkisins en ekki Isavia. Uppbyggingin flokkast undir byggðamál. Þetta kom fram í máli fulltrúa Isavia á ráðstefnu í Hofi á þriðjudaginn var þar sem rætt var um framtíð flugs um Akureyrarflugvöll. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, ræddi málefni fundarins og framtíð flugvallarins við blaðið.

-Galdragáttarinnar og þjóðsögunnar sem gleymdist nefnist sýning leikhópsins Umskiptinga sem er sett upp í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og frumsýnt var nýverið. Hrönn Björgvinsdóttir rýnir í verkið.

- Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins í NA-kjördæmi, segir löngu tímabært að taka húsnæði lögreglunnar á Akureyri til endurskoðunar. Allsherjar- og menntamálanefnd alþingis kom í heimsókn til Akureyrar á dögunum og heimsótti m.a. lögregluna á Norðurlandi eystra sem hefur aðsetur á Akureyri.

- Um tuttugu meðlimir í ljósmyndaklúbbnum ÁLKA á Akureyri tóku þátt í alþjóðlega ljósmyndaviðburðinum Scott Kelby WorldWide Photo Walk sem fram fór í byrjun október. Alls voru 16.339 skráðir á heimsvísu í 865 göngum. Á Akureyri fór hópurinn í göngutúr um Neðri-Brekkuna og miðbæinn og tóku myndir af því sem á vegi þeirra varð. Vikudagur fékk að birta valdar myndir frá göngunni.  

- Guðný María Waage sér um matarhornið þessa vikuna og kemur hér með áhugaverðar vegan uppskriftir.

-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Setberg; Hamragerði 15.

 Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér.  Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast