Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Guðmundur Bjarnason er 89 ára skipasmiður og starfaði í áratugi hjá Slippstöðinni á Akureyri. Hann býr nú í Lögmannshlíð og gerir skartgripi úr silfri og íslenskum steinum.

-Löggæslumyndavélar sem settar voru upp á níu stöðum á Akureyri í júní í sumar hafa þegar sannað gildið sitt. Myndavélarnar hafa komið að notum nánast í hverri viku frá því þær voru settar upp.

-Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna.  

-Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir eðlilegt að taka umræðuna um Sigurhæðir spurður um þau sterku viðbrögð sem fyrirhuguð sala á húsinu hefur fengið.

-Rannveig Elíasdóttir hjúkrunarfræðingur í heilsuvernd grunnskólabarna  skrifar um hollt og gott nesti í skólum.

-Í vetur eru liðin 30 ár frá því að samtökin Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð, voru stofnuð á Akureyri. Þá líkt og nú var þörf á vettvangi fyrir fólk sem upplifað hafði missi til að koma saman, deila reynslu, finna styrk og von. Sindri Geir Óskarsson og Kristín E. Sveinsdóttir skrifa grein í blaðinu í tilefni tímamótanna.

-Fyrsta umferð Íslandsmóts vetrarins hjá 6. flokki eldra árs drengja og stúlkna fór fram á Akureyri sl. helgi og var í umsjón bæði KA og Þór. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á staðnum og myndaði handboltakappana.  

-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Hamragerði 11; Skarð.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að panta áskrift með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 

Nýjast