20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 26. september og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:
-Á ársfundi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) kom fram að á árinu 2018 var stofnunin rekin með 126 milljóna afgangi. Rekja má afganginn til sérstakrar aukafjárveitingar sem heilbrigðisstofnanir fengu á árinu 2018. Niðurstöður ársfundarins voru að auki að tekin var ákvörðun um að byggja nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík og þá er unnið er að því að tryggja nýtt húsnæði undir heilsugæsluna á Akureyri.
-Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar voru kynntar og samþykktar samhljóða tillögur starfshóps sem hafði það verkefni að útbúa viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn. Eins átti þessi starfshópur að yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa. Starfshópurinn var skipaður á fundi bæjarstjórnar 12. desember 2017 í kjölfar #metoo umræðu í samfélaginu. Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leiddi vinnu starfshópsins og segir vinnuna hafa verið lærdómsríka.
-Leikkonan og athafnakonan María Pálsdóttir skorar á fyrirtæki á Akureyri að bjóða öllum nemendum í fjórða bekk grunnskóla bæjarins í leikhús. Áskorunina setti hún fram á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Vikudagur ræddi við Maríu um framtakið.
-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Brekkugötu 13.
-Ragnar Sverrisson kaupmaður skrifar grein um miðbæjarskipulagið á Akureyri og kallar eftir því að bæjaryfirvöld fari að hrinda nýju skipulagi af stað.
-Rannveig Elíasdóttir hjúkrunarfræðingur í heilsuvernd grunnskólabarna skrifar um lúsina sem er farin að herja á skólabörn.
-Thelma Rut Káradóttir sér um matarhornið í blaðinu og kemur m.a. með uppskrift af bragðgóðri fiskisúpu.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.