Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, miðvikudaginn 17. apríl og er fyrr á ferðinni þessa vikuna vegna páska. Blaðið fer nú í stutt páskafrí og kemur næst út fimmtudaginn 2. maí. Í blaði vikunnar er farið um víðan völl, áhugaverðar fréttir, mannlíf, íþróttir og menning.
Meðal efnis í blaðinu:
-Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri vill mikill meirihluti bæjarbúa breyta nafninu úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær. Könnun var gerð á meðal íbúa Akureyrar dagana 7. til 25. mars sl.
-Páskarnir eru á næsta leyti og eflaust ætla margir að gera vel við sig í mat og drykk og njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Þá eru margir á faraldsfæti á þessum tíma, bæði erlendis og innanlands. Vikudagur heyrði í nokkrum einstaklingum og spurði hvað þeir ætluðu að gera um páskana og hver yrði páskasteikin í ár.
-Lára Sóley Jóhannsdóttir var nýverið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún segist vera komin í draumastarfið. Vikudagur spjallaði við Láru um nýja starfið.
-Tónlistarmaðurinn Rafn Sveinsson, eða Rabbi Sveins eins og hann er kallaður í daglegu tali, hefur lifað og hrærst í tónlist allt sitt líf. Hann hefur verið fyrirferðarmikill í tónlistarlífinu á Akureyri undanfarna áratugi og leikið með ýmsum hljómsveitum og verið með sínar eigin hljómsveitir. Vikudagur fékk Rabba Sveins í nærmynd.
-Þrátt fyrir hlýindin undanfarna daga er enn nægur snjór í Hlíðarfjalli til að renna sér niður fjallshlíðarnar um páskana. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli segir stöðuna í fjallinu þokkalega miðað við aðstæður. Hann segir veturinn hafi gengið upp og ofan.
-Sia Sigurbjörnsdóttir tók áskorun systur sinnar Maríu Sigurbjörnsdóttur Hammer og kemur hér með nokkrar uppskriftir sem tilvalið er að gera um páskahátíðina.
-Hús vikunnar er á sínum stað og þessa vikuna fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Viðarholt í Glerárþorpi
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.