13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 11. apríl og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:
-Knattspyrnumaðurinn Haukur Heiðar Hauksson flutti heim til Akureyrar í desember sl. og samdi við uppeldisfélagið KA og mun leika með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Haukur Heiðar hefur spilað með AIK í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2015 og varð m.a. sænskur meistari með liðinu. Meiðsli settu strik í atvinnumannaferilinn og því ákváðu Haukur Heiðar og fjölskylda og snúa aftur heim. Vikudagur sló á þráðinn til Hauks og spjallaði við hann um heimkomuna til Akureyrar og boltann.
-Verksmiðjan-Restaurant nefnist nýr veitingastaður sem mun opna á Glerártorgi á Akureyri í vor. Um fjölskylduvænan veitingastað er um að ræða með barnahorni og sportbar á efri hæð. Það er veitingamaðurinn Kristján Þórir Kristjánsson, eða Kiddi eins og hann er kallaður, sem stendur að opnun staðarins en áður rak hann Símstöðina og Rub23. Vikudagur spjallaði við Kristján um nýja staðinn.
-Svifryksmengun á Akureyri hefur þrisvar mælst yfir heilsumörkum það sem af er aprílmánaðar. Bæjaryfirvöld reyna að stemma stigu við vandanum. Vor er í lofti og snjórinn að bráðna sem skýrir svifryksmengunina.
-Rekstur Norðurorku gekk vel á árinu 2018. Ársvelta samstæðunnar var 3,8 milljarðar króna, hagnaður ársins 559 milljónir króna eftir skatta og eigið fé 12 milljarðar króna. Norðurorka vekur athygli á því að sóun á heitu vatni og neysluvatni auki og hraði fjárfestingaþörf í innviðum sem aftur kallar á hækkanir á verðskrá félagsins.
-Dalvíkingurinn Heiðar Andri Gunnarsson, nemandi á félags- og hugvísindabraut VMA, efndi til sérstaks áheitahlaups í þágu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis í tengslum við Vorhlaup VMA sem fram fór nýverið. Amma Heiðars Andra glímir við krabbamein og því vildi hann styrkja gott málefni.
-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Hvoll í Glerárþorpi.
-María Sigurbjörnsdóttir Hammer tók áskorun móður sinnar Súsönnu Hammer og kemur með nokkrar uppskriftir í matarhornið þessa vikuna.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.