Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 7. mars og í blaði vikunnar kennir ýmissa grasa.
Meðal efnis í blaðinu:
-Auðunn Níelsson hefur verið sjálfstætt starfandi ljósmyndari frá árinu 2012. Auðunn er fæddur og uppalinn á Akureyri þar sem hann býr og starfar. Hann útskrifaðist sem ljósmyndari frá Photography Studies College í Melbourne í Ástralíu árið 2010. Vikudagur fékk Auðunn til að svara nokkrum spurningum um sjálfan sig og ekki síst að birta nokkrar vel valdar myndir úr ljósmyndasafninu.
-Á dögunum var Hollvinasamtökum SAk afhentur minningarsjóður um Birgi Kristjánsson rafvirkjameistara sem lést í október sl. Í kjölfar fráfalls Birgis ákváðu nokkrir vinir hans að leggja fé í sjóð til styrktar góðu málefni sem fjölskylda hans skyldi velja.
-Hörður J. Oddfríðarson, forstöðumaður göngudeildar SÁÁ á Akureyri, segist bjartsýnn á að göngudeildin muni opna á ný fljótlega. Á síðasta ári mættu um 560 einstaklingar u.þ.b. 1.650 sinnum á göngudeildina á Akureyri.
-Arnór Bliki Hallmundsson skrifar um hús vikunnar sem er að þessu sinni Aðalstræti 10; Berlín.
-Framkvæmdir hófust við gatnagerð nýrrar götu, Reynihlíðar, í þéttbýlinu við Lónsbakka í Hörgársveit í síðustu viku en þar er gert ráð fyrir að rísi alls um 100 nýjar íbúðir.
-Sigrún Halla Gísladóttir tók áskorun Önnu Sigríðar Pétursdóttur móður sinnar og sér um matarhornið þessa vikuna.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.