Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. viðtal við Magnús Smára Smárason hjá Slökkviliði Akureyrar en hann hélt til Bandaríkjanna í upphafi árs til að ljúka við nám í bráðatækni ásamt samstarfsfélögum sínum í slökkviðilinu þeim Vali Frey Halldórssyni, Antoni Berg Carrasco og Stefáni Geir Andréssyni. Þeir Magnús Smári og Valur Freyr voru í San Bedford þar sem þeir dvöldu í tæpan mánuð og fengu sannarlega að kynnast öðruvísi samfélagi en því sem við lifum í hér á Akureyri. Vikudagur spjallaði við Magnús Smára um námið og reynsluna í Bandaríkjunum.

-Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt fyrir sitt leyti að rekstri tjaldsvæðis við Þórunnarstræti verði hætt eftir sumarið 2020, en þá fer fram Landsmót skáta á Akureyri. Andri Teitsson, formaður Umhverfis-og mannvirkjaráðs, segir að ástæðan fyrir að þessi stefna sé mörkuð sé tvíþætt.

-Ásgeir Ólafs skrifar pistil um Ketó mataræðið sem tröllríður öllu hér á landi í dag.

- Prófanir á ledljósum, sem meiningin er að nota í verkefnið „Hjartað í heiðinni“, standa nú yfir hjá Rafeyri en stefnt er að því hjartað slái á ný í náinni framtíð. Eins og flestir eflaust muna þá fólst það verkefni í að sett voru upp rauð ljós í Vaðlaheiði sem mynduðu hjarta á stærð við fótboltavöll og styrkur þeirra minnkaði og jókst í ákveðnum takt til að minna á hjartslátt. Gangi allt að óskum gæti hjartað farið af stað á ný árið 2020.

-Anna Sigríður Pétursdóttir tók áskorun Þóru Hjörleifsdóttur og sér um matarhornið í blaðinu þessa vikuna en Anna Sigríðuur er garðyrkjubóndi í Brúnalaug.

-Goðamót Þórs í knattspyrnu fór fram í Boganum á Akureyri sl. helgi þar sem stúlkur í 5. flokki voru í aðalhlutverki. Alls voru 37 lið skráð til leiks. Mörg tilþrif litu dagsins ljós á mótinu og ljóst að þarna voru á ferðinni framtíðarlandsliðskonur. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á staðnum og myndaði knattspyrnukonurnar ungu.  

-Arnór Bliki Hallmundssonar skrifar um hús vikunnar sem er að þessu sinni Strandgata 19b (Laxamýri)

Nýjast