Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Aron Einar Gunnarsson sem hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu misseri. Þann 19. nóvember síðastliðinn gaf hann út bók þar sem hann lítur um öxl og fer hispurslaust yfir uppákomur ferilsins. Vikudagur spurði hann út í tilkomu bókarinnar, fótboltann, jólin og fjölskyldulífið í Cardiff.

-Snjórinn, sem kyngt hefur niður á Akureyri undanfarna daga, er afar dýr fyrir Akureyrarbæ. Formaður umhverfis-og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar segir að miklu máli skipti að moksturinn gangi vel en einnig þurfi halda vel á spöðunum varðandi skipulagningu og kostnað. Hann segir ennfremur að í tilkynningu bæjarins til bæjarbúa um mokstur hafi orðalagið olli misskilningi og stuðað fólk.

-Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli segist fagna allri snjókomu en það sé fyrst og fremst frostharkan sem gerir því kleift að opna skíðasvæðið um helgina.

-Það verður sannkallaður Akureyrarslagur í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina þar sem Akureyri tekur á móti KA í Olís-deild karla í handbolta, laugardaginn 8. desember.

-Í Húsi vikunnar fer Arnór Bliki yfir hið víðfræga Nonnahús.

-Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA, laugardaginn 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi. Úthlutað var rúmlega 15,6 milljónum króna til 64 aðila.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

Nýjast