Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Hörð Óskarsson vélfræðing og kennara í VMA hefur undanfarið ár smíðað skartgripi úr gamalli mynt í frístundum. Hann hefur komið sér upp aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér þar sem gripirnir verða til. Hörður heldur úti Fésbókarsíðunni “Mynthringir og allskonar” þar sem hægt að er að fylgjast með verkum hans. Hörður ákvað að láta gott af sér leiða og hefur hluti ágóðans af sölunni farið í að styrkja góð málefni. Vikudagur heimsótti Hörð og forvitnaðist um þessa hliðarvinnu hjá honum.
-Berglind Ósk Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að bæjaryfirvöld á Akureyri verði að líta á íbúaþróun í sveitarfélaginu mjög alvarlegum augum. Þar sé bærinn að missa af tækifærum. Á síðasta bæjarstjórnarfundi á Akureyri var umræða um samkeppnishæfni á atvinnumarkaði.
-Þann 1. desember verður flutt glæný fagnaðarkantata „Út úr kofunum“ í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þar sem kynslóðir og tónlistarstefnur mætast og fagna saman fullveldinu, „með norðlenskum ofurkröftum“. Höfundur verksins er Michael Jón Clarke. Hann segir að verkið sé nokkurskonar popp/rokk/klassík.
-Jólastemmningin var allsráðandi á Ráðhústorgi sl. laugardag þegar kveikt var á jólatrénu. Þorgeir Baldursson fangaði stemmninguna í myndum.
-Las Lesas nefnist nýtt forlag á Akureyri sem gefur út tvær barnabækur fyrir þessi jól. Það eru þau Ásgeir Ólafsson Lie og Hildur Inga Magnadóttir sem skrifa bækurnar og standa að útgáfunni.
-Áfengis- og fíkniefnaneysla ungmenna í framhaldsskólum var efni fundar í Verkmenntaskólanum á Akureyri á dögunum. Á fundinum hafi komið fram áhyggjur fólks af stöðu mála hér á Akureyri.
-Sigurrós Karlsdóttir sér um matarhornið þessa vikuna og kemur með tvær úrvals uppskriftir.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.