Vikublaðið kemur út í dag
Vikublaðið kemur út í dag og er að vanda stútfullt af áhugaverðu efni.
Meðal efnis í blaðinu:
*Leik-og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur komið sér vel fyrir á Akureyri þar sem hún er að vasast í ýmsum spennandi verkefnum. Hún er leikkona að mennt og hefur lengi verið áberandi í listalífinu og tekið þátt í mörgum sýningum. Þá hefur hún haldið heiðri Janis Joplin á lofti með sýningum um söngkonuna, sem og Tinu Turner. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Bryndísar sem er Norðlendingur vikunnar
*Vikublaðið heldur áfram oddvitaspjallinu fyrir komandi alþingiskosningar í haust. Nú er komið að Framsóknarflokknum en það er Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri, sem leiðir lista flokksins í NA-kjördæmi. Ingibjörg fluttist norður eftir nám árið 2004 og býr á Akureyri. Hún er gift Karel Rafnssyni og eiga þau samtals sex born og eitt barnabarn.
*Fanndís Dóra Þórisdóttir frá Húsavík lét drauma sína rætast nýverið og stofnaði fyrirtækið Organized. Á fimmtudag í síðustu viku setti hún í sölu svo kölluð Rósubox sem eru flaggskip fyrirtækisins. Rósuboxin eru í áskrift sem hægt er að panta á organized.is en þau innhalda tíðarvörur og ýmsa aðra glaðninga til að létta konum þann tíma sem þær eru á blæðingum.
*Anna Guðný Guðmundsdóttir heldur um Áskorandapennan og Svavar Alfreð Jónsson skrifar Bakþanka vikunnar.
*Húsanæðissamvinnufélagið Búfesti hsf. hefur rift samningi sínum við Faktabygg ehf. um byggingu tveggja raðhúsa á Húsavík eins og fjallað var um í Vikublaðinu í síðustu viku. Í blaðinu er yfirlýsingu frá FaktaBygg ehf. vegna umfjöllunarinnar. Undirverktakar eiga útistandandi kröfur upp á 31 milljónir króna samkvæmt upplýsingum blaðsins.
*Hjónin Guðmundur Örn Ólafsson og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir í Eyjafjarðarsveit hafa umsjón með matarhorninu í blaðinu og koma með uppskriftir af ýmiskonar bollum.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi.