Vikublaðið kemur út í dag
Vikublaðið kemur út í dag og vanda er margt áhugavert í blaðinu.
Meðal efnis:
*Í drögum að nýjum samningi stjórnvalda við Markaðsstofu Norðurlands vegna stuðnings við Flugklasann Air66N, sem snýr að því að efla millilandaflug um Akureyrarflugvöll, er dregið verulega úr framlögum. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta mikið högg.
*Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Bergmann hefur verið í fantaformi með KA í Pepsi-Max deildinni í fótbolta í sumar en norðanmenn hafa spilað vel í byrjun sumars og eru í toppbaráttunni. Hallgrímur hefur verið lengi í herbúðum KA og er leikjahæsti leikmaður liðsins. Vikublaðið ræddi við Hallgrím um boltann og ýmislegt fleira.
*Ármann Örn Gunnlaugsson stendur á þrítugu en hann er Húsvíkingur í húð og hár. Ármann bjó á Húsavík fyrstu 20 ár ævinnar áður en hann fór á flakk. Ármann er Norðlendingur vikunnar og situr fyrir svörum.
*Hart er tekist á um silungsveiðar í Norðurþingi. Eins og greint var frá í Vikublaðinu í síðustu viku tók Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings fyrir erindi frá veiðifélögunum í kringum Laxá í Aðaldal. Blaðið heldur áfram að fjalla um málið.
*Vikublaðið heldur áfram að fjalla um vísindafólkið í Háskólanum á Akureyri og að þessu sinni er það Stefán Bjarni Gunnlaugsson dósent við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa að íslenskum sjávarútvegi og fjármálamörkuðum en kennslan snýr aðallega að fjármálum.
*Arnar Stefánsson flugmaður sér um matarhornið þessa vikuna. Hann er duglegur að grilla og segir að með öllum grillveislunum fyrir norðan hafi hann fengið viðurnefnið „grillmeistarinn“ og því fylgir að sjálfsögðu réttur grillmeistarans.
*Inga Dagný Eydal skrifar Bakþanka vikunnar og plöntuþáttur Egils Páls blaðamanns er á sínum stað.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi.