Vikublaðið er komið út

Nýtt Vikublað er komið út.
Nýtt Vikublað er komið út.

Nýtt Vikublað er komið út. 

Rætt er við Björn Snæbjörnsson formann Einingar Iðju um stöðu á vinnumarkaði við Eyjafjörð en margir kvíða hausti og komandi vetri vegna minni umsvifa í tengslum við ferðaþjónustu eftir að sóttvarnarreglur við landamæri voru hertar. Nokkur stöðugleiki ríkir á vinnumarkaði vegna uppbyggingar starfa þar sem hátt hlutfall er við störf í matvælaiðnaði og við sjávarútveg, fiskveiðar og vinnslu. Norðursigling hefur óskað eftir fresti til að greiða farþegargjöld og um það er rætt á Húsavík en þar í bæ eru geitingar og bitmý einnig áberandi í sumar og hafa gert bæjarbúum lífið leitt. Árni Logi meindýraeyðir hefur í nógu að snúast. Samherji tók nýtt hátæknivinnsluhús í notkun á Dalvík í liðinni viku og eldflaug var skotið upp af Langanesi. Sláturtíð, börn á leið í skóla og berjaspretta, er málefni sem einkennir síðsumarið og kemur við sögu í nýju Vikublaði. Tvær verslanir eru í startholum með opnun í höfuðstað Norðurlands, H&M opnar á Glerártorgi um 2000 fermetra verslun eftir hálfan mánuð og Elko opnar nýja verslun við Tryggvabraut fyrir jól. Nýr sveitarstjóri,  Sveinn Margeirsson fer yfir stöðu mála í Skútustaðahreppi.

Um þetta má lesa í Vikublaðinu sem fæst á sölustöðum og eins er hægur vandi að gerast áskrifandi og fá blaðið sent glóðvolgt beint heim.

Nýjast