Viðtökurnar á Akureyri framar björtustu vonum
Okkur hefur verið óskaplega vel tekið hérna á Akureyri, viðtökurnar eru framar björtustu vonum. Við njótum góðs af því að traust almennings til sparisjóðanna er mikið hér á svæðinu. Við erum svo heppin að hafa starfsfólk sem býr yfir víðtækri reynslu af starfsemi sparisjóða og við teljum okkur veita góða og ábyrga þjónustu sem uppfylla kröfur flestra, segir Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga. Sparisjóðurinn opnaði starfsstöð fyrir nærri tveimur árum síðan.
Þetta er lítill sparisjóður, hversu öflugur er hann?
Allir sparisjóðir í landinu eru litlir, við getum hins vegar með mjög góðu móti veitt góða þjónustu á okkar svæði, sem er fyrst og fremst Eyjafjörðurinn eins og staðan er í dag. Ég bendi líka á að tækifæri sparisjóðanna í landinu til samvinnu eru mikil og við og okkar viðskiptavinir getum notið góðs af því samstarfi. Ég bendi líka á að Sparisjóður Höfðhverfinga hefur ekki þurft aðstoð hins opinbera eftir hrun, og staða sjóðsins er sterk. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt, þannig getum við veitt góða og örugga þjónustu.
Nánar er rætt við Jón Ingva í prentútgáfu Vikudags
karleskil@vikudagur.is