Viðspyrna frá síðasta sumri

Le Dumont Durville við höfnina á Akureyri.
Le Dumont Durville við höfnina á Akureyri.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarins kom til Akureyrar sl. helgi en það var skipið Le Dumont Durville. Skipið lagðist fyrst við bryggjuna í Grímsey en sigldi svo til Akureyrarhafnar. Með því voru um 200 farþegar og 100 manna áhöfn. 

Von er á sjötta tug skemmtiferðaskipa til Akureyrar í sumar og með 25-30 þúsund farþega. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, segir útlitið þolanlegt fyrir sumarið en ekkert skemmtiferðaskip kom síðasta sumar.

„Það er einhver fjöldi skipa en aðeins tæp 20% af þeim tekjum sem stefndi í,“ segir Pétur. „Við getum sagt að þetta sé a.m.k. viðspyrna frá síðasta sumri og bókanir fyrir 2022 og 2023 eru mjög góðar," segir Pétur.

 

Nýjast