Viðræður við nokkur flugfélög um millilandaflug
Það eru nokkur flugfélög að skoða millilandaflug til Akureyrar og ég er bjartsýn á að slíkt flug verði að veruleika í einhverri mynd á næsta ári. Svona viðræður taka talsverðan tíma, en eins og staðan er í dag sýnist mér horfurnar góðar, segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Hún staðfestir að meðal annars hafi verið rætt við lággaldaflugfélagið Ryanair, sem hefur gefið út að aðflugið að Akureyrarflugvelli sé erfitt. Ef Ryanair hefði skoðað málið betur, er ég viss um að félagið hefði komist að því að aðflugið er í lagi, enda hafa verið gerðar miklar útbætur á vellinum á undanförnum árum.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags