Viðbótarrýming í Kinn
04. október, 2021 - 08:15
Egill Páll Egilsson - egillpall@vikubladid.is
Vegna aukinnar rigningar var ákveðið um klukkan 20 í gærkvöld að rýma sex bæi til viðbótar við þá sem höfðu verið rýmdir í Útkinn en þeir standa sunnar en þeir bæir sem áður voru rýmdir og tilheyra Kinn. Búið er að hafa samband við íbúana og hafa þeir yfirgefið rýmingarstaðina.
Þá hefur Vegagerðin tekið ákvörðun um að loka veginum um Kinn frá Gvendarstöðum að sunnan og vestan við afleggjarann að Vaði. Stöðufundur vegna frekari skriðuhættu verður haldinn um hádegisbil í dag.
Nýjast
-
Dagur íslenskrar tungu í Nonnahúsi
- 15.11
Barnabókarithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni, fæddist 16. nóvember 1857. Af þessu tilefni er boðið til afmælis á æskuheimili hans, Nonnahúsi, á afmælisdaginn milli 12 og 14. -
Fyrirséð að álag á fráveituna verður mikið
- 15.11
Talsverður viðbúnaður er á Akureyri vegna veðurs sem nú gengur yfir svæðið. Líkur eru á að svipað ástand geti skapast og í september 2022 þegar sjór gekk á land á Eyrinni með umtalsverðum afleiðingum. Margt er líkt með veðrinu sem spáð er í kvöld og þeim aðstæðum sem þá sköpuðust. -
Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2024
- 15.11
Dómnefnd mun kunngera úrslit í ritlistasamkeppni Ungskálda 2024 við hátíðlega athöfn í Amtsbókasafninu á Akureyri. Athöfnin fer fram á degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóvember kl. 14. Léttar veitingar verða í boði að athöfn lokinni og einnig verður tónlistarflutningur frá Elíasi Dýrfjörð sem leikur á kontrabassa. Öll velkomin á athöfnina. -
Þrír konungar frá Skarðaborg
- 15.11
Haustið er að baki og vetur konungur hefur tekið völdin amk. fyrst um sinn Sauðfé hefur haft það gott á beitinni, enda fyrri hluti nóvember óvenju hlýr. Hrútar fara á gjöf í vikunni á flestum bæjum og sumir bændur eru farnir að rýja féð inn. Þessir „konungar“ í Skarðaborg í Reykjahverfi eru vel ullaðir og þó næði kuldaél þá verður þeim ekki kalt í sinni kápu. Vonandi verður veturinn mildur, en bæði bændur og búalið þurfa á því að halda eftir kalt og rigningasamt sumar. -
Um 200 manns kynntu sér starfsemi Pharmarctia á Grenivík
- 15.11
Um 200 manns komu við á opnu húsi hjá fyrirtækinu Pharmarctia á Grenivík um liðna helgi. Þá var formlega tekið í notkun 1500 fermetra viðbótarhúsnæði sem gestum og gangandi bauðst að skoða jafnframt því að kynna sér starfsemi félagins. -
Bókarkynning - Ókei
- 15.11
Út er komin bókin ÓKEI — uppruni og saga þekktasta orðatiltækis í heimi. Höfundur er Sigurður Ægisson og Hólar gefa út. OK eða O.K., ýmist ritað með lág- eða hástöfum, er sagt vera þekktasta útflutningsafurð Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Alla vega er þessi stafasamsetning fyrir löngu komin um gjörvalla Jörð og mun í ofanálag vera fyrsta orðið sem heyrðist mælt á Tunglinu. Það er ekki lítið afrek. Hvað með aðrar reikistjörnur verður, á eftir að koma í ljós. -
Mikið um að vera á matvælabraut VMA
- 15.11
Ekki eru mörg ár liðin frá því nemar í starfnámi við matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri þurftu að halda suður í Menntaskólann í Kópavogi til að ljúka námi sínu. Aukin eftirspurn frá bæði nemendum og atvinnulífinu hefur leitt til þess að VMA jók námsframboð sitt og nemar geta nú lokið námi sínu í heimabyggð. Þjónustusvæðið er einkum Norður- og Austurland. -
16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum
- 15.11
Er ekki kominn tími til þess að við tökum umræðu um það fyrir alvöru á Íslandi að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum? Hér er um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu barna og ungmenna beint og því nauðsynlegt að gefa þessu málefni rými í aðdraganda kosninga. -
Endurreisnartónleikar Hymnodiu og SCS í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag Uppfært tónleiknum hefur verið frestað um óákv tíma
- 14.11
Hymnodia, norræna endurreisnarhljómsveitin Scandinavian Cornetts and Sackbuts og Ágúst Ingi Ágústsson, stjórnandi Cantores Islandiae, flytja gullfallega ítalska, spænska og enska endurreisnartónlist á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 17.